Vestmannaeyjaferð með UNF og FNUF

Dags ferðar: 30. mars-1. apríl 2017

Umsóknarfrestur: 1. mars 

Hefur þú áhuga á að kynnast allra bestu hliðum norræns ungmennasamstarfs?
Komdu þá með Ungmennadeild Norræna félagsins til Vestmannaeyja!

Við bjóðum upp á möguleikann að eignast nýja VINI frá öllum Norðurlöndunum, dýrindis mat, spennandi tækifæri, ólíkar menningar sem og tungumál! Vestmannaeyingar munu einnig taka þátt í ferðinni sem og fulltrúar Ungmennadeilda Norrænu félaganna (FNUF) frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Færeyjum sem hafa komið alla leið til að sjá þessa fallegu hluta landsins og hitta ÞIG! Einnig munu þau taka þátt í fulltrúafundi Ungmennadeildar Norrænu félaganna FNUF á meðan aðrir þátttakendur taka þátt í skemmtilegum viðburðum.

Brottför er með Herjólfi um kvöldið 30. mars og heimkoma um kvöldið 1. apríl. Allir þeir sem eru í skóla/vinnu þurfa því aðeins að fá frí á föstudeginum. Sjálfsagt mál er að biðja okkur Í UNF um að hafa samband við skóla viðkomandi til að óska eftir fríi.

Markmið ferðarinnar er að vekja athygli og áhuga ungs fólks á starfi UNF og vonumst við til þess að áhugi þátttakenda muni blómstra um norrænt samstarf og þeir muni koma til með að vera áfram hluti af starfinu að ferð lokinni. Því biðjum við umsækjendur um að gefa stutta skýringu á af hverju einmitt ÞÚ ættir að vera valin fyrir þessa ógleymanlegu ferð.

Skráning fer fram hér að neðan.
UNF mun svara öllum umsóknum 5. mars.

Þátttökugjald: 2000 kr
Innifalið: Gisting á hóteli, rútu- og ferjuferð til Vestmannaeyja frá Reykjavík, matur og drykkir (ekki áfengi), allar ferðir á dagskrá sem og öll námskeið.
Aldurstakmörk: 18-25 ára.

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef spurningar vakna:
unf@norden.is eða í síma 845-5541(Aðalbjörn) eða 899 3538 (Iris).

Verkefnið hefur fengið stuðning frá Æskulýðssjóði Reykjavíkurbæjar og Norræna félaginu á Íslandi.


Dagskrá

með fyrirvara um breytingar

Fimmtudagur

Ca 22.00-23.00: Koma til Vestmannaeyja með FNUF

Föstudagur

08.00-09.00: Morgunmatur með FNUF
09.00-10.00: Workshop: Hópefli
10.00-11.30: Kynning: Norden for dummies
11.00-11.30: Kynning á FNUF á fundarstað FNUF
11.30-12.30: Hádegisverður með FNUF
12.30-13.30: Fyrirlestur: Á hvað hefur Norðurlöndin að bjóða/hverju kemur það okkur við? 
13.30-14.30: Fyrirlestur: Skipulag og þátttaka í samstarfsverkefnum á Norðurlöndum
14.30-14.45: Kaffipása
14.45-16.00: Workshop: Verkefnastjórn
16.00-17.00: Crash course í skandinavísku
18.00-19.00: Kvöldmatur með FNUF
19.00-21.00: Sund með FNUF

Laugardagur (með FNUF)

08.30-09.30: Morgunmatur
09.30-10.30: Ganga á Eldfell
10.30-12.00: Eldheimar
12.00-13.00: Hádegismatur
13.00-15.00: Skoðunarferð um Heimaey
Frá 15.00: Frjáls tími þangað til heimför


Umsókn um þátttöku

Fullt nafn *
Fullt nafn
Fæðingardagur *
Fæðingardagur
Stutt málsgrein/nokkrar (3-10) setningar.